Kvennréttindadagurinn

Kvennréttindadagurinn var í dag 19. júní eða í gær þegar þetta er skrifað... Hvað er málið með það????

Fyrst berjumst við fyrir jafnrétti við karlmanninn, fáum kostningarétt, fáum að fara í skóla til að það verði eitthvað úr okkur og ég veit ekki hvað og hvað... svo þegar það er komið þá kemur kvennréttindadagurinn og sumstaðar fá þær meira að segja frí... veit að þetta er kannski ekki allt í réttri röð kannski var kvennréttindadagurinn fyrstur en mér er alveg sama.... Talandi um jafnrétti er til karlréttindadagurinn og allir klæðast bláu og fá köku og sumir frí???? Nei hann er ekki til.... Er til athvaf fyrir fyrir menn sem að hafa orðið fyrir áreiti eða niðurlægingu frá kvennmanni??? Nei allavega ekki svo að ég viti um, en þetta kemur fyrir þá líka... Er til karlahlaup eins og kvennahlaup????Það er til líkamsræktarstöð fyrir konur, hvar er líkamsræktarstöð fyrir karla??? Ef að hún yrði stofnuð yrði feministafélagið vitlaust og myndi mótmæla öllu og gera allt vitlaust... Er eitthvað sér karla til?? nei hvað er í gangi??? hvað eru feministar búnir að gera við kvennmanninn í þjóðfélaginu???? Án gríns afhverju ganga konur ekki bara enn í flottum kjólum og eru heima með börnin og eru húsmæður...kjoll Ætli það yrði ekki bara ódýrara að vera heima og þurfa ekki að borga leikskólagjöld, matvörur yrðu unnar mest heima og settur í frystikistu svo að nægur yrði maturinn í staðinn fyrir að kaupa rándýran skyndibita eða frosinn kjötbúðing í öll mál.... vera með matjurtargarð með kartöflum og grænmeti og geta heimsótt vinkonur sínar sem eru líka heima... Karlmaðurinn fær að vera úti að vinna og kemur heim á kvöldinn eða morgnanna og fjölskyldan sameinast...man home Er eitthvað að þessu???? Var einhverntíman eitthvað að þessu fyrirkomulagi???? Ég neita ekki að mér finnst gaman í vinnunni því að mér finnst það og mér finnst ekki leiðinlegt að vinna og ég er að fara í háskólann í haust, en mér finnst líka allt í lagi að konur fái bara að vera konur og karlmenn fái bara að vera karlmenn....

Virðist þetta blogg vera biturt??? nei ég er ekki bitur ég bara er komin með nóg af þessu kvennréttindabulli... Feministakjaftæði.... Ég vil samt benda á að ég er ekki á móti kvennréttindadeginum, eða neinu þannig heldur finnst mér þessi barátta vera komin út í öfgar og verið að snúast upp í andhverfu sína og lítur stundum illa út fyrir konur. Kvennréttindi eiga snúast um að vera jafningjar en halda í kvennlega og karlmannlegahlutan í lífinu samt. Ekki að reyna að vera betri eða verri en hvort annað.

Ég er auðvitað sammála sumu sem að er verið að gera....   mér finnst flott að það sé verið að hjálpa konum sem að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og niðurlægingu karlmanna og að þjóðfélagið sé orðið opnara fyrir þeim vandamálum í staðin eins og þetta var í gamladaga þegar að þetta var allt bælt niður og að karlmaðurinn hefði rétt á þessu.... Ég er heldur ekkert á móti því að konur fái það sama og karlar en mér finnst þetta bara svo mikið feminista eitthvað komið út í öfgar og er farið að snúast meira um að verða betri og meiri en karlar og jafnvel farið að líta niður á þá.

En mér finnst samt eins og karlmennskan sé að hverfa og þjóðfélagið sé að verða eins og ég veit ekki hvað því að ég á ekki orð yfir það, og karlmenn sem lesa þetta... Karlrembur eru ekki heldur cool....

Hvað varð af herramanninum sem að opnar dyrnar fyrir kvennmanni, blikkar til hennar og þá veit hún að það sé eitthvað varið í hana, hvar er stefnumótamenningin sem að var einu sinni, strákur bíður stelpu á dansleik því að hann er skotin í henni og svo fylgir hann henni heim hvar er allt þetta???? Það er gersamlega horfið..... romantik

Er ég kannski orðin of dreymin og rómantísk.... er það ekki bara það sem að vantar í þetta andlega sjúka og skítuga þjóðfélag okkar???

Jæja ætla að láta þetta gott heita og vona að fólk fari að hugsa sinn gang....

kveðja

Toffy sem er alls ekkert bitur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Kæra Toffy

Mjög gott blogg, og gæti ekki verið meira samála þér, bendi þér gömul og ný blogg, á minni síðu, trukkalessan.blog.is varðandi sömu mál, femínistar eru að gera lítið úr konum, skoðunum þeirra og viljastyrk,- með þvi að reyna sífellt að heilaþvo okkur með hvað ALLAR konur eigi bágt, og ALLIR menn séu miklar skepnur.....Þvílíka KJAFTÆÐIÐ!!!!  Vona að ég sjái þig á síðunni minni, ert velkomin sem blogvinur ef þú hefur áhuga.  ég sit í Afríku, við mín störf, og finnst einstaklega gaman að skoða bloggið heima, en aðeins fáir ná athygli minni til að mig langi að svara eða fylgja eftir.... Góðar stundir!! Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 20.6.2008 kl. 06:24

2 Smámynd: Hilmir Arnarson

Vel mælt Toffy. Þú ert sennilega ein af þeimm konum sem sjá þessa seremóníu á svipaðan hátt og ég. 
Mér til hugar kom sá atburður þegar skipað var í síðustu ríkisstjórn. Þá var afgerandi meirihluti ráðherranna karlmenn, en ekki leið á löngu þar til konur báðu um sitt pláss meðal ráðherra. 
Mér þótti þetta dapurt, ég hélt að hin hæfustu og þau sem unnið hefðu fyrir ráðherrasæti, ættu skilið að fá sætið. 
Sjálfsagt eru konurnar sem eru ráðherrar nú, hæfar, en samt... 
Önnur skoðun mín er sú að mér findist að ekki ætti að vera þörf fyrir fyrir kvenréttindadag. Það hljómar eins og að árangur hafi aldrei náðst. Svo finnst mér þessi dagur líka niðurlægjandi. Mér dettur eitthvað svona í hug "Ég er kona, þess vegna þarf ég á sérstökum degi að halda" en það er náttúrulega enn talað um "veikara kynið" en menn spyrja samt "yfirvaldið" hvort þeir megi fara út með félögunum. 
Girl Power :p

Hilmir Arnarson, 27.6.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Toffy
Toffy
Úff hvar á ég að byrja, er lítil, frek en frábærlega skemmtileg :)

233 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband